Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir fyrir Suðurland frá klukkan 8 á miðvikudagsmorgun, til klukkan 18 síðdegis.
Búast má við stormi í vindstrengjum og geta aðstæður verið varhugaverðar fyrir vegfarendur, sér í lagi fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.
Gert er ráð fyrir norðaustan 15-23 m/sek og geta hviður náð yfir 30 m/sek, einkum undir Eyjafjöllum og við Öræfajökul.
Á suðausturlandi gildir viðvörunin frá klukkan 5 á miðvikudagsmorgun, til klukkan 19 á miðvikudagskvöld.