Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá klukkan 12 á hádegi á morgun, sunnudag, til klukkan 22 á sunnudagskvöld.
Gert er ráð fyrir suðvestan stormi, 15-23 m/sek með dimmum éljum. Færð getur spillst, einkum á fjallvegum og verður varasamt ferðaveður.
Á suðausturlandi gildir viðvörunin frá klukkan 17 til klukkan 8 á mánudagsmorgun.