Gul viðvörun: Stormur og kóf

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Jóhanna SH

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá klukkan 4 í nótt til klukkan 17 síðdegis á sunnudag.

Gert er ráð fyrir suðvestan og vestan 15-25 með dimmum éljum og mjög slæmu skyggni í éljum. Um miðjan daginn er útlit fyrir storm og kóf á Suðurlandi, meðal annars austur yfir Hellisheiði og allt til Víkur í Mýrdal.

Hvassast verður syðst og er fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám og færð.

Fyrri greinGilbert geislaði gegn þeim gulu
Næsta greinBlásið til sóknar í afreksíþróttum – Vésteinn flytur heim