Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir á Suðurlandi frá klukkan 7 á miðvikudagsmorgun til klukkan 14 eftir hádegi vegna hvassviðris og rigningar.
Gert er ráð fyrir suðaustan hvassviðri eða stormur, 15-23 m/sek og talsverðri rigning. Búast má við mjög snörpum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 30 m/sek.
Bent er á að varasamt sé fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferðinni og ekkert útivistarveður er á meðan veðrið gengur yfir.