Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá kl. 10:00 í dag til klukkan sjö í fyrramálið.
Búist er við austan hvassviðri eða stormi, 18 til 23 m/s og syðst á landinu. Í Mýrdalnum og á Mýrdalssandi gerir hríðarveður með skafrenningi nú fyrir hádegi. Skyggni verður lítið yfir miðjan daginn og til kvölds, snjókoma og skafrenningur og aðstæður hinar erfiðustu.
Vindhviður geta náð 35 m/s undir Mýrdalsjökli og Eyjaföllum og þar verður krapi og hálka.