Gul viðvörun: Stormur og stórsjór

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir frá klukkan 12 á hádegi í dag og til kl. 22 í kvöld.

Gert er ráð fyrir suðvestan hvassviðri eða stormi, 15-23 m/sek með hviðum jafnvel yfir 30 m/sek, skúrum og slydduéljum.

Sjávarstaða er há og mikil ölduhæð getur valdið miklum ágangi við ströndina.

Fyrri greinÖlvaður ökumaður velti bíl á Þorlákshafnarvegi
Næsta greinAðeins þrjú hraðakstursbrot á einni viku