Gul viðvörun: Stormur undir Eyjafjöllum

Þjóðvegur 1 undir Eyjafjöllum. sunnlenska.is/Jóhanna SH.

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir í dag á milli kl. 11 og 17.

Gert er ráð fyrir 18-23 m/sek undir Eyjafjöllum með hviðum um 35 m/sek en hægari vindur verður annarsstaðar á Suðurlandi.

Aðstæður gætu verið varasamar fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi.

Fyrri greinGrímur verður lögreglustjóri í Vestmannaeyjum
Næsta greinÆtlaði að slá heimsmetið í sippi