Gul viðvörun: Suðaustan hvassviðri

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir á Suðurlandi frá hádegi á föstudag, til klukkan átta á laugardagsmorgun.

Gert er ráð fyrir suðaustan hvassviðri, 15-20 m/s, með hviðum um 30 m/s, einkum á Hellisheiði, undir Eyjafjöllum og með ströndinni. 

Vakin er athygli á því að slíkur vindur getur verið varasamur fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi, t.d. ökutæki með aftanívagna og ættu hjólhýsaeigendur því ekki að vera á ferðinni.

Fyrri greinSelfoss tók fjórða sætið með sigri á Gróttu
Næsta greinÞrír Selfyssingar í U19 landsliðinu