Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir á milli kl. 6 og 10 í fyrramálið.
Gert er ráð fyrir suðaustan hvassviðri, 13-20 m/sek og vindhviðum allt að 30 m/sek. Hvassast verður vestantil, á Reykjanesi, Hellisheiði og meðfram Suðurströndinni.
Búast má við snjókomu eða slyddu á Hellisheiði og versnandi færð þar.