Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá kl. 13 til kl. 18 á þriðjudag, 21. september.
Búist er við suðvestan stormi, 20-25 m/sek, með mjög snörpum vindhviðum við fjöll. Ferðaveður verður varasamt og fólk er hvatt til að huga að lausamunum.
Á Suðausturlandi er viðvörunin í gildi frá kl. 14 til 21:00 á þriðjudagskvöld og þar er gert ráð fyrir jafnvel enn meiri vindi, 23-28 m/sek og mjög snörpum vindhviðum við fjöll.
Á miðhálendingu verður ofsaveður með talsverðri slyddu, snjókomu eða rigningu og ekkert ferðaveður.