Gul viðvörun: Takmarkað skyggni vegna rigningar

Þjóðvegur 1 undir Eyjafjöllum. sunnlenska.is/Jóhanna SH.

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá klukkan 23 í kvöld til klukkan 17 á morgun, fimmtudag.

Gert er ráð fyrir austan hvassviðri eða stormi, 15-23 m/sek, með vindhviðum upp undir 35 m/sek. Búast má við mikilli rigningu og er reiknað með að skyggni verði takmarkað vegna rigningar undir Eyjafjöllum.

Það getur verið varasamt fyrir ökutæki sem viðkvæm eru fyrir vindi að vera á ferðinni og fólk er hvatt til að ganga frá lausum munum.

Viðvörunin gildir frá klukkan 8 í fyrramálið á Suðausturlandi og er varað við vindhviðum og takmörkuðu skyggni vegna rigningar í Öræfum.

Fyrri greinHátt í 1.700 kærðir fyrir hraðakstur á árinu
Næsta greinHópslysaáætlun virkjuð vegna rútuslyss í Mýrdalnum