Gul viðvörun: Það snjóar

sunnlenska.is/Sigurður Jónsson

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá klukkan 22 í kvöld til klukkan 11 í fyrramálið.

Úrkomubakki kemur upp að suðurströndinní í kvöld og er gert ráð fyrir 10-15 m/sek með snjókomu, einkum vestantil.

Talsverð snjókoma verður á köflum og einnig má búast við skafrenningi og takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum, einkum á fjallvegum.

Fyrri greinFjörur gengnar á Suðurströndinni
Næsta grein„Ætlum að koma fólki í jólaskap“