Gul viðvörun: Tjöld geta fokið

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland og Suðausturland sem gildir á milli klukkan 6 og 16 á morgun.

Gert er ráð fyrir 15-20 m/s syðst á landinu, þ.e. undir Eyjafjöllum og í Vestmannaeyjum og þar má búast við snörpum vindhviðum. Hægari vindur verður annars staðar á svæðinu.

Tjöld geta fokið og fólk er hvatt til að huga að lausamunum og varasamar aðstæður geta skapast fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.

Fyrri greinStórt skref í átt að settu marki
Næsta greinAuknar líkur á skriðuföllum á Suðurlandi