Gul viðvörun um allt land: Varasamt að vera á ferðinni

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vekur athygli á slæmri veðurspá fyrir landið suðvestan-, sunnan- og austanvert . Búist er við veðrinu frá um 13 á sunnudag og það gangi yfir á mánudagsmorgun.

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir um allt land en útlit er fyrir suðaustan storm á morgun, sunnudag, með slagveðursrigningu. Mikil vosbúð verður til fjalla. 

Á Suðurlandi er búist við suðaustan 18-25 m/s og rigningu og mikil hætta er á hvössum vindhviðum, 30-45 m/s við fjöll. Getur verið varasamt að vera á ferðinni, sér í lagi á ökutækjum sem eru viðkvæm fyrir vindi. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón. 

Veðrið mun lægja suðvestantil á sunnudagskvöld. 

Fyrri greinNaumt tap gegn toppliðinu
Næsta greinSpáin versnar: Appelsínugul viðvörun í kvöld