Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá klukkan 10 á þriðjudagsmorgun til klukkan 6 á miðvikudagsmorgun.
Gert er ráð fyrir suðvestan 15-20 m/sek með hagl- og slydduéljum og snörpum vindhviðum við fjöll.
Veðurstofan segir að ferðaveður verði varasamt og er fólk hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum hlutum til að forðast tjón.
