Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir frá klukkan 10 til 18 á morgun, fimmtudag.
Gert er ráð fyrir suðaustan 15-23 m/sek með snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni í Þrengslum, á Hellisheiði og í uppsveitum Árnessýslu.
Það hlánar og búist er við talsverðri hálku og varasömu ferðaveðri.