Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir á milli klukkan 14 og 17 á morgun, sunnudag.
Gert er ráð fyrir 13-20 m/sek með snjókomu og lélegu skyggni, einkum á Hellisheiði og í Þrengslum. Hvassast verður við fjöll.
Til klukkan 19 í kvöld er gul viðvörun í gildi fyrir Suðausturland vegna talsverðrar snjókomu, einkum sunnan Öræfajökuls.