Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir á Suðurlandi og Suðausturlandi á sunnudagsmorgun, vegna hvassviðris og rigningar.
Gert er ráð fyrir allhvassri suðaustanátt og talsverðri rigningu. Búast má við miklum leysingum, auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum.
Þá getur mikil hálka myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Mikilvægt er að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns.
Fólk er hvatt til að sýna aðgát og fylgjast með veðurspám.
Á Suðurlandi gildir viðvörunin á milli klukkan 2 og 8 en á suðausturlandi á milli klukkan 5 og 11.