Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland og suðurhelming miðhálendins á morgun, sunnudag, vegna mikillar rigningar. Viðvörunin tekur gildi kl. 14 og gildir til klukkan 6 á mánudagsmorgun.
Búast má við mikilli rigningu með vatnavöxtum í ám og lækjum. Vöð yfir ár geta orðið ófær, til dæmis í Þórsmörk, að Fjallabaki, við Eldgjá og Langasjó. Ferðafólk er hvatt til að sýna sérstaka aðgát.