Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland sem gildir á milli klukkan 11 og 15 á morgun, fimmtudaginn 18. janúar.
Gert er ráð fyrir talsverðri snjókomu á köflum með takmörkuðu eða lélegu skyggni. Búast má við versnandi akstursskilyrðum og afmörkuðum samgöngutruflunum.
Á höfuðborgarsvæðinu er sama viðvörun í gildi frá kl. 3 í nótt og fram yfir hádegi á morgun.