Gul viðvörun vegna snjókomu

Ljósmynd/Ragnhildur Sigurðardóttir

Gul viðvörun vegna mikillar snjókomu tók gildi á Suðurlandi kl. 14 í dag og gildir hún til klukkan 2 í nótt.

Búist er við að talsverð eða mikil snjókoma falli í fremur hægum vindi. Uppsöfnuð snjókoma á viðvörunartímabilinu gæti verið á bilinu 15 til 30 sentimetrar á dýpt, mest úrkoman í uppsveitum og austantil á svæðinu.

Líkur eru á að snjókoma valdi erfiðum akstursskilyrðum og færð gæti spillst.

Á Suðausturlandi gildir viðvörunin frá klukkan 15 til 3 í nótt og er búist við að mesta snjókoman falli vestantil á svæðinu. Þar má búast við allt að 35 sm jafnföllnum snjó.

Fyrri greinÞrettán umferðaróhöpp í dagbók lögreglunnar
Næsta greinHluti Selfosslínu 1 lagður í jörð