Gul viðvörun vegna úrhellisrigningar

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Gular viðvaranir eru í gildi á Suðurlandi á mánudag og þriðjudag. Gert er ráð fyrir mikilli rigningu á morgun.

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun sem gildir á Suðurlandi frá kl. 4 að morgni til kl. 20 á mánudagskvöld vegna úrhellisrigningar. Ár og lækir munu vaxa og geta flætt yfir bakkana. Fólki er bent á mikilvægi þess að hreinsa ræsi og niðurföll til að forðast vatnstjón.

Aðfaranótt þriðjudags tekur svo við önnur gul viðvörun á Suður- og Suðausturlandi vegna norðanstorms með rigningu og slyddu og snjókomu til fjalla.

Fyrri greinGestirnir höfðu betur í spennuleik
Næsta greinÍslendingarnir í Ísrael verða sóttir á morgun