Gul viðvörun: Vestan stormur

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun fyrir Suðurland, sem gildir frá klukkan 13 í dag til klukkan 19 í kvöld.

Gert er ráð fyrir vestan stormi, 20-25 m/sek nærri ströndinni og í Vestmannaeyjum. Búast má við mjög snörpum staðbundnum vindhviðum, yfir 30 m/sek.

Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.

Fyrri greinFRESTAÐ: Suðurlandsmótið í skák á laugardag
Næsta greinHjálmar sló Íslandsmet og Anna Metta setti fjögur héraðsmet