Gular viðvaranir í röðum

Veðurstofan hefur gefið út tvær gular viðvaranir fyrir Suðurland næsta sólarhringinn.

Gul viðvörun er i gildi frá miðnætti til klukkan 9 í fyrramálið, þriðjudagsmorgun. Þá er gert ráð fyrir suðvestan 15-20 m/sek með éljum og lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum.

Önnur gul viðvörun tekur svo gildi á Suðurlandi kl. 19 á þriðjudagskvöld og gildir hún til klukkan 10 á miðvikudagsmorgun. Þá mega Sunnlendingar eiga von á 15-23 m/sek með éljum og lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum.

Þetta er aðeins reykurinn af réttunum í vikunni því á miðvikudagskvöld og fimmtudagsmorgun er von á ofsaveðri með hlýindum og rigningu og er Veðurstofan í startholunum með veðurviðvaranir fyrir þetta áhlaup. Meira um það síðar.

Fyrri greinRáðdeild í rekstri birtist í nýjum framkvæmdastjóra
Næsta greinSigurvilji sýnd í Bíóhúsinu Selfossi