Gullverk bauð lægst í fráveitu á Laugarvatni

Laugarvatn. Ljósmynd/Mats Wibe Lund

Gullverk ehf á Drumboddsstöðum átti lægsta tilboðið í fráveituframkvæmdir á Laugarvatni sem boðnar voru út á dögunum.

Tilboð Gullverks hljóðaði upp á rúmar 48 milljónir króna en kostnaðaráætlun Bláskógabyggðar er tæpar 55,3 milljónir króna.

Fjögur önnur verktakafyrirtæki buðu í verkið; Fögrusteinar ehf buðu 51,9 milljónir króna, Egill Guðjónsson ehf 54,4 milljónir, Topptækni ehf 56,6 milljónir og Gröfutækni ehf 65 milljónir króna.

Verkið felur í sér lagningu vatns- og fráveitu á Laugarvatni og á því að vera lokið þann 15. október næstkomandi.

Fyrri greinRangæingar komnir með fullan þrýsting
Næsta greinGul viðvörun: Öflug lægð á leiðinni