Gummi Sig ehf átti lægsta tilboðið í niðurrif íbúðarhúss og bílskúrs í Bláskógum 1 í Hveragerði.
Byggingarfulltrúi Hveragerðisbæjar sendi verðkönnun á þrjá aðila og hljóðaði tilboð Gumma Sig upp á tæplega 1,4 milljónir króna. Arnon ehf bauð rúmar 1,8 milljónir og Garpar ehf tæpar 3 milljónir króna.
Verkið felur í sér að rífa íbúðarhús og bílskúr með öllu. Hveragerðisbær keypti húsið á 19,5 milljónir króna síðasta ári en stefnt er að því að úthluta lóðinni til byggingar parhúss.
Verðkönnunin var lögð fyrir bæjarráð á síðasta fundi og lagði ráðið til við bæjarstjórn að tilboði lægstbjóðanda yrði tekið.