Gunnar Þorgeirsson, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, var endurkjörinn formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á ársþingi samtakanna sem haldið var í Vík á dögunum.
Ásamt Gunnari eru í stjórninni Páll Marvin Jónsson, Vestmannaeyjabæ, Sandra Dís Hafþórsdóttir, Árborg, Eggert Valur Guðmundsson, Árborg, Sæmundur Helgason, Hornafirði, Elín Einarsdóttir, Mýrdalshreppi, Anna Björg Níelsdóttir, Ölfusi, Unnur Þormóðsdóttir, Hveragerðisbæ og Ágúst Sigurðsson, Rangárþingi ytra.