Gunnar hleypur í skarðið í Skaftárhreppi

Kirkjubæjarklaustur. sunnlenska.is/Sigurður Hjálmarsson

Gunnar Birgisson, fyrrverandi alþingismaður og bæjarstjóri í Kópavogi, hefur verið ráðinn sveitarstjóri Skaftárhrepps tímabundið.

Gunnar var síðast bæjarstjóri í Fjallabyggð, en lét af störfum þar í nóvember sl. af persónulegum og heilsufarslegum ástæðum.

Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri er í veikindaleyfi til 1. apríl. Eva Björk Harðardóttir, oddviti, hefur sinnt starfi sveitarstjóra í janúar en Gunnar mun taka við um næstu mánaðamót og stýra sveitarfélaginu til 1. apríl.

Fyrri greinPeningum stolið úr bíl við Gullfoss
Næsta greinEinn tekinn ölvaður undir stýri