Gunnar Örn Jónsson, fulltrúi sýslumannsins á Selfossi og staðgengill Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumanns og lögreglustjóra hefur verið settur sýslumaður og lögreglustjóri í Árnessýslu til fjögurra mánuða, eða frá 1. september til áramóta.
Ólafur Helgi lét af þessum störfum um mánaðarmótin eða þegar hann tók við stöðu lögreglustjóra á Suðurnesjunum 1. september.
Gunnar Örn hefur starfað á sýsluskrifstofunni frá 2004 en hann útskrifaðist sem lögfræðingur úr lagadeild HÍ 2003. Hann er fæddur 1976.
Þess má geta að Gunnar Örn er einn umsækjenda um starf lögreglustjóra í Vestmannaeyjum.