Á opnunarhátíð Vors í Árborg sem haldin var um síðustu helgi í menningarsal Hótel Selfoss var menningarviðurkenning Sveitarfélagsins Árborgar 2016 afhent.
Þetta árið fengu tveir heiðursmenn þessa viðurkenningu en það eru þeir Einar Elíasson og Gunnar Gränz. Báðir hafa þeir lagt mikið til menningarmála í samfélaginu í gegnum tíðina og eru enn að í dag.
Einar hefur komið upp stórglæsilegu safni í flugskýli sínu á Selfossflugvelli og alþýðulistamaðurinn Gunnar heldur sýningar á verkum sínum ásamt því að setja myndir úr safni sínu reglulega á netið þar sem aðrir geta notið þeirra líka.