Gunnar Örn Marteinsson í Steinsholti, hreppsnefndarmaður og fyrrum oddviti, er efstur á F-lista Framsýnar og uppbyggingar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
Í tilkynningu frá listanum segir að hann sé skipaður fólki sem hefur reynslu af sveitarstjórnarmálum í bland við fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á þeim vettvangi. Þau sem að framboðinu standa hafa farið vandlega yfir þau mál sem mestu máli skipta í stjórn sveitarfélagsins og er mikil samstaða í hópnum um hver brýnustu verkefnin á næsta kjörtímabili séu og verða markmið listans kynnt fyrir íbúum fram að kosningum.
Listinn er þannig skipaður:
1. Gunnar Örn Marteinsson, ferðaþjónustubóndi, Steinsholti
2. Halla Sigríður Bjarnadóttir, kennari og bóndi, Hæli 3
3. Kristjana Heyden Gestsdóttir, skrifstofumaður, Hraunteigi
4. Bjarni Másson, bóndi, Háholti
5. Ingvar Hjálmarsson, bóndi, Fjalli
6. Hildur Lilja Guðmundsdóttir, kennari, Bugðugerði 5a
7. Kjartan Halldór Ágústsson, kennari og bóndi, Löngumýri
8. Irma Elisa Díaz Cruz, ferðamálafræðingur, Bugðugerði 7b
9. Páll Ingi Árnason, húsasmiður og bóndi, Leiti
10. Sigrún Guðlaugsdóttir, sölumaður, Haga
F-listinn bauð ekki fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum en Gunnar var þá oddviti K-listans. Undir lok árs 2012 slitnaði uppúr einingu K-listans og mynduðu allir hreppsnefndarfulltrúar meirihluta án Gunnars Arnar, sem var þá einn í minnihluta.