Gunnlaugur ráðinn útibússtjóri

Gunnlaugur Sveinsson hefur verið ráðinn útibússtjóri Landsbankans á Selfossi og tekur til starfa á morgun, 1. desember.

Alls sóttu 34 um starfið sem auglýst var laust til umsóknar í október.

Gunnlaugur er reyndur bankamaður, hann starfaði hjá Landsbankanum á árunum 1980 – 1982, var skrifstofustjóri Iðnaðarbankans 1982 – 1990 og gegndi stöðu útibússtjóra hjá Íslandsbanka/Glitni á árabilinu 1990 – 2007 á Selfossi, við Stórhöfða og í Hafnarfirði. Frá árinu 2007 hefur hann verið framkvæmdastjóri FH.

Gunnlaugur hefur sinnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir félög og félagssamtök, m.a. Bridgefélag Selfoss, Bridgefélag Hafnarfjarðar, knattspyrnu- og handknattleiksdeild Selfoss, aðalstjórn FH og sóknarnefnd Hafnarfjarðarkirkju.

Gunnlaugur er kvæntur Elínu Ástráðsdóttur og á tvö uppkomin börn.

Fyrri grein210 milljóna garður í útboð í febrúar
Næsta greinVilja ljúka stúkubyggingu