Gunnsteinn R. Ómarsson verður endurráðinn bæjarstjóri í Ölfusi fyrir nýhafið kjörtímabil en forseta bæjarstjórnar og forseta bæjarráðs hefur verið falið að ganga frá ráðningarsamningi við hann.
Gunnsteinn var ráðinn til starfa í Ölfusinu í apríl í fyrra eftir að Ólafur Örn Ólafsson hafði sagt starfi sínu lausu. Nýr ráðningarsamningur Gunnsteins verður lagður fyrir næsta fund bæjarráðs til staðfestingar.
Á fyrsta fundi nýrrar bæjarstjórnar var Sveinn Steinarsson kjörinn forseti bæjastjórnar til eins árs og Anna Björg Níelsdóttir formaður bæjarráð til eins árs.
Formenn helstu nefnda í sveitarfélaginu eru Anna Björg formaður skipulags-, byggingar- og umhverfisnefndar, Sveinn formaður hafnarstjórnar, Jón Páll Kristófersson formaður fræðslunefndar, Ágústa Ragnarsdóttir formaður menningarmálanefndar og Hákon Hjartarson formaður íþrótta- og æskulýðsnefndar.