Gusa í Hvanná

Í morgun kom vatnsgusa í Hvanná sem veðurfræðingar telja vegna snjóbráðar þegar hraunstraumur fann nýja fönn, líklega í vestari drögum Hvannárgils.

Rennsli árinnar var í hámarki milli kl. 10 og 11 en rénaði fljótt eftir það.

Órói á jarðskjálftamælum á svæðinu er af svipuðum styrk og síðustu daga og ennþá koma fram hviður vegna gufusprenginga.

Fyrri greinSlæm veðurspá við gosstöðvarnar
Næsta greinSina brann við Geysi