Sundhöll Selfoss og sundlaug Stokkseyrar hafa fjárfest í skáksetti sem gestir geta notað í heitu pottunum.
Skáksettin voru keypt í tilefni af skákdeginum en Ásta Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri veitt settunum viðtöku nýverið úr hendi Stefáns Bergssonar frá skáksambandinu.
Gestir hafa nú þegar byrjað að nýta sér skáksettin en einnig verða þau notuð til kennslu.
Þeir sem hafa áhuga á að tefla í laugunum þurfa einungis að biðja um aðgang að skákborðinu í afgreiðslunni.