Frumvarp hefur verið lagt fram á Alþingi þess efnis að ráðherra geti í reglugerð og að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands aflétt friðun álftar innan ákveðinna tímamarka.
Álftin hefur verið friðuð á Íslandi í rúma öld. Morgunblaðið greinir frá þessu.
Tilefni frumvarpsins er ágangur álftar á tún bænda og tjón af völdum þess. Fram kemur í greinargerð að gera megi ráð fyrir að uppskerutjón af túnum og grænfóðri árin 2014 og 2015 nemi á bilinu 70-90 milljónum króna.
Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins en meðflutningsmenn eru samflokksmenn hennar Haraldur Einarsson, Jóhanna María Sigmundsdóttir og Vigdís Hauksdóttir.