Árleg mæling á sitkagrenitré á Kirkjubæjarklaustri í síðustu viku leiddi í ljós að tréð er ennþá hæsta tré landsins, nú orðið 27,18 metrar.
Í léttum dúr hafa skógarverðirnir á Austurlandi og Suðurlandi metist um það hvar væru hæstu tré landsins. Eitt sinn voru hæstu trén eystra en sitkagrenið á Klaustri, sem gróðursett var 1949, hefur nú mælst hæst á hverju ári um nokkurt árabil og þrátt fyrir talsverða leit ekki fundist önnur sem ógnað gætu þessum Íslandsmeistara trjáa.
Þótt aspirnar á Hallormsstað séu háar og myndarlegar munar ríflega einum metra á þeim og sitkagreninu á Klaustri. Það reyndist við mælinguna í síðustu viku vera 27,18 m á hæð og ummálið í brjósthæð mældist 45,8 sentímetrar. Það heldur því Íslandsmeistaratitlinum í hæð þótt til séu önnur sverari tré í brjósthæð.
Frá þessu er greint á heimasíðu Skógræktarinnar