Á dögunum lét Guðlaug Oddgeirsdóttir af störfum sökum aldurs hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Hvolsvelli.
Guðlaug starfaði þar sem móttöku- og læknaritari í tæp 18 ár.
Nýverið var henni haldið kveðjuhóf með sameiginlegum morgunverði samstarfsfólks í Rangárþingi og afhent þakkargjöf um leið og henni voru þökkuð vel unnin störf og færðar óskir um velfarnað í framtíðinni.