Hætt störfum eftir tuttugu ár hjá HSu

Um síðustu mánaðamót lét Guðný Helgadóttir af störfum sökum aldurs eftir tuttugu farsæl ár hjá heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vík í Mýrdal.

Guðný starfaði alla tíð sem lækna- og móttökuritari auk þess að sinna einnig afgreiðslu í lyfsölu á heilsugæslunni.

Nýlega var haldið kveðjuhóf fyrir hana í Vík og henni þökkuð einstaklega samviskusöm og óeigingjörn störf við stofnunina í gegnum tíðina. Þá var henni einnig afhent þakkargjöf og færðar góðar óskir um velfarnað í komandi framtíð.

Fyrri greinGuðmunda aftur inn í landsliðshópinn
Næsta greinAllt húsnæði selst og skortur á vinnuafli