Hætt við uppsagnir á HNLFÍ

Uppsagnir starfsfólks Heilslustofnunar NLFÍ í Hveragerði verða dregnar til baka og hætt við undirbúning frekari uppsagna.

Er þetta gert í ljósi samkomulags Náttúrulækningafélagsins og Sjúkratrygginga Íslands sem gert var á þriðjudag en í því felst að hafi aðilar ekki náð nýjum samningum um rekstrarframlag ríkisins við stofnunina fyrir áramót verði starfað áfram á grundvelli núgildandi samnings, að
teknu tilliti til þeirra framlaga sem stofnunin fær á næstu fjárlögum.

Að sögn Gunnlaugs K. Jónssonar, forseta Náttúrulækningafélagsins, sem jafnframt er stjórnarformaður rekstrar stjórnar Heilsustofnunarinnar, er ekki tímabært að greina frekar frá innihaldi samkomulagsins.

„Það er þó komið eitthvað til að ræða um, en alveg ljóst að það er langt í land hvað samning til lengri tíma varðar,“ segir Gunnlaugur.

Fyrri greinGeithafrasæði flutt til Bandaríkjanna
Næsta greinNýr hópleikur hjá Selfoss getraunum