Rangárþing ytra hefur afgreitt skipulagsbreytingar vegna beiðni Biokraft ehf um að reisa tvær vindmyllur norðan þéttbýlisins við Þykkvabæ. Í kjölfarið verður tillagan send til Skipulagsstofnunar.
Deiliskipulag á svæðinu var auglýst samhliða breytingu á aðalskipulagi Rangárþings ytra og bárust athugasemdir frá sjö aðilum, meðal annars Fuglavernd og Náttúrufræðistofnun Íslands.
Í samræmi við athugasemdir þeirra hefur verið gerð breyting á tillögu að breyttu aðalskipulagi og er gert ráð fyrir vöktun á svæðinu vegna hættu á áflugi farfugla fyrstu rekstrarárin.
Vindmyllurnar verða 52 metra háar og eru ætlaðar til orkuöflunar fyrir Kartöfluverksmiðjuna í Þykkvabæ.