Hætta á ferð við eldstöðvarnar

Almannavarnir vilja vekja athygli á því að hættulegt er að fara vestur- og norðurfyrir eldstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi. Það er bæði vegna þess að komin er hláka í snjóinn á svæðinu og einnig er hætta er á að bæði vatn og hraun fari að renna niður í vestara Hvannárgil.

Það gæti orðið til þess að fólk lokaðist af á svæðinu vestan og norðan eldstöðvanna.

Fyrri greinSelfyssingar mæla hraunrennsli
Næsta greinHlíf valin Ungfrú Suðurland