Hætta á frekara hruni í Steinahelli

Töluvert grjóthrun varð í gærkvöldi eða nótt úr loftinu á Steinahelli, í suðurhlíð Steinafjalls undir Eyjafjöllum.

„Þetta er svolítið mikið miðað við hvað þetta er lítill hellir og gott að það varð enginn undir þessu,“ segir Heiða Björg Scheving, leikskólastjóri og bóndi á Hvassafelli undir Eyjafjöllum í samtali við mbl.is.

Mjög algengt er ferðamenn skoði hellinn undir Steinafjalli en Heiða segist ekki vita til þess að neinn hafi verið nærri hellinum þegar hrundi úr loftinu á honum, það hafi líklega gerst í nótt eða í morgun.

Hellirinn er mjög varasamur því fremsti hluti hellismunnans er aðeins þunn brún sem virðist geta hrunið án fyrirvara.

Fyrri greinStuðningsmennirnir senda Selfoss beint upp
Næsta greinRöktu spor piltanna í snjónum