Hjónin á Stokkalæk á Rangárvöllum, þau Inga Ásta og Pétur Kr. Hafstein hafa ákveðið að hætta starfsemi á tónlistarsetrinu Selinu á Stokkalæk þar sem starfsemi þar hafi verið langt frá því að bera sig fjárhagslega.
Tæp fimm ár eru frá því var hleypt af stokkunum. Í gegnum árin hefur þar farið fram margvísleg starfsemi, námskeið, æfingar og tónleikar.
Í tilkynningu segir að tónleikar þar séu orðnir 130 talsins og mikill mannfjöldi sótt þessa tónleika, ekki síst af Reykjavíkursvæðinu.
„Þótt ákveðinn kjarni sveitunga okkar hafi komið á tónleikana söknum við þess að hafa ekki séð fleiri þeirra hér á staðnum. Megintilgangur okkar með þessari starfsemi var annars vegar að styrkja ungt tónlistarfólk til dáða og hins vegar að færa tónlistarviðburði heim í hérað, gera tónlistina aðgengilega heimafólki. Það er nú orðið ljóst að síðari þátturinn hefur ekki náð tilætluðum árangri,“ segir ennfremur. Þá hefur æfingahópum fækkað og önnur starfsemi dregist saman.