H-listinn í Hrunamannahreppi vann stórsigur í sveitarstjórnarkosningunum og bætti við sig manni, fær fjóra fulltrúa af fimm kjörna.
Í hreppnum voru 562 á kjörskrá og greiddi 411 atkvæði eða 73,13% sem er talsvert minni kjörsókn en árið 2010.
Lokatölur í Hrunamannahreppi eru þessar:
Á-listi – 124 atkvæði 30,17% 1 fulltrúi
H-listi – 271 atkvæði 65,93% 4 fulltrúar
Auðir seðlar voru tólf og ógildir fjórir.
Í hreppsnefndinni eru:
Ragnar Magnússon H-lista
Halldóra Hjörleifsdóttir H-lista
Unnsteinn Eggertsson H-lista
Sigurður Sigurjónsson H-lista
Bjarney Vignisdóttir Á-lista