Hætt að renna framhjá flóðgáttinni

Flóðgáttin á Brúnastaðaflötum í gær. Þarna flæddi austan við gáttina í dag og út í Flóaáveituskurðinn. Ljósmynd: Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands/Einar Sindri

Töluvert hefur sjatnað í Hvítá frá því síðdegis í dag og er hún hætt að renna framhjá flóðgáttinni á Brúnastaðaflötum.

Grétar Einarsson, starfsmaður Vegagerðarinnar, greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni en bætir við að ekki megi hækka mikið í ánni til þess að það haldi áfram að flæða. Grétar var staddur við ánna þegar flæddi í dag og má sjá myndir hans hér.

Flóðið í dag fór snögglega af stað en vatnsborð árinnar hækkaði um 1,5 metra á 20 mínútum.

Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að erfitt sé að spá fyrir um þróun vatnavaxta í Hvítá en Veðurstofan fylgist áfram náið með þróuninni í samstarfi við Almannavarnir og lögregluna á Suðurlandi.

Fyrri greinHvítá flæðir yfir bakka sína
Næsta greinNaumt tap í Njarðvík