Mikill viðbúnaður er vegna óveðursins sem fram undan er út um allt land. Samhæfingarmiðstöð Almannavarna og aðgerðastjórnstöðvar um land allt verða virkjaðar um og eftir miðnætti.
Vegna óveðursins hefur Ríkislögreglustjóri, í samráði við alla lögreglustjóra á landinu, ákveðið að lýsa yfir hættustigi almannavarna frá miðnætti í kvöld. Almannavarnir halda áfram að fylgjast vel með og miðla upplýsingum til fjölmiðla um stöðuna í öllum landshlutum.
Í dag funduðu Almannavarnir aftur með sérfræðingum Veðurstofunnar, viðbragðsaðilum, ábyrgðaraðilum raforku, fjarskipta og samgangna. Einnig voru á fundinum fulltrúar úr aðgerðastjórnun almannavarna um land allt.
Hér er hægt að fylgjast með framvindu veðursins á vef Veðurstofu Íslands
Hér er hægt að fylgast með vegum og lokunum hjá Vegagerðinni.
Hér er hægt að fylgjast með ölduhæð á vef Vegagerðarinnar.