Ökumaður og farþegi fólksbifreiðar slösuðust þegar bifreið þeirra lenti út af veginum um Skeiðarársand á þriðjudaginn í síðustu viku.
Báðir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík, annar með höfuðáverka en hinn minna meiddur.
Við skýrslutökur hjá lögreglu kom fram í máli ökumannsins að hann hefði ekki sofið í 36 tíma fyrir slysið en ætlunin hafi verið að upplifa sem mest af Íslandi í stuttri ferð. Hann kvað hinsvegar af og frá að hann hafi sofnað við akstur bifreiðarinnar í umrætt sinn.