Samstöðuhópur um Heilbrigðisstofnun Suðurlands lýsir miklum áhyggjum af boðuðum niðurskurði ofan á þann sem nú þegar hefur skert þjónustu við Sunnlendinga verulega.
Samstöðuhópurinn telur að að sá sparnaður sem velferðaráðuneytið telur sig ná fram með boðuðum niðurskurði komi að miklu leiti fram í auknum kostnaði þeirra sem þjónustuna þurfi að nota, samkvæmt fréttatilkynningu frá hópnum.
Samstöðuhópur um Heilbrigðisstofnun Suðurlands var á fundi með velferðarráðherra Guðbjarti Hannessyni ásamt starfsfólki og stjórnendum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þriðjudaginn 15. nóvember sl. Á fundinum fór ráðherra yfir helstu kennitölur heilbrigðismála síðastliðin ár jafnframt því að útskýra hverjar breytingar hefðu orðið á málaflokknum frá efnahagshruninu.
mbl.is greindi frá þessu.