Hafa miklar áhyggjur af löggæslumálum

Bæjarráð Árborgar ítrekar áhyggjur sínar af löggæslu málum í Árnessýslu en Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður, og Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn, kynntu stöðu mála á síðasta bæjarráðsfundi.

Fram kom á fundinum að samkvæmt úttekt ríkislögreglustjóra fyrir fimm árum síðan var metin þörf fyrir 34-36 stöðugildi í lögreglunni í Árnessýslu, auk yfirvinnu. Á þeim tíma voru stöðugildin 28 og var talan óbreytt tveimur árum síðar. Nú eru stöðugildin 24 og stefnir í að þau verði 20 að óbreyttu. Auk íbúa eru margir sem dvelja í sumarhúsum en um 60% sumarhúsa á landinu eru í sýslunni.

Bæjarráð mun óska eftir því við innanríkisráðuneytið að fá skýrslu ráðuneytisins um löggæslumál senda og óskar auk þess eftir upplýsingum um hvernig fjárveitingum er skipt á milli lögregluembættanna í landinu.

Fyrri greinDagbók lögreglu: Þjófar víða á ferð
Næsta greinStærsti humar sem veiðst hefur við Ísland